kynsjúkdómur [verkefni]

Orsök klamydíu : Klamydía orskast af bakteríunni Chlamydia trachomatis, en hún er algengasta bakteríusýkingin sem berst á milli manna með kynmökum. Árið 2000 greindust 1838 manns með klamydíu á Íslandi, um 40% karlmenn og 60% konur. Tíðni sjúkdómsins hefur verið að aukast töluvert undanfarin ár , bæði hér á landi og sama þróun verið á hinum.

smitleiðir: Klamydía smitast við snertingu slímhúða eins og við samfarir. Við samfarir eru um 40% líkur á smiti frá sýktum manni til konu en heldur minni smithætta frá sýktri konu til manns eða rúmlega 30%.

Einkenni:

Klamydía er oft einkennalaus sérstaklega hjá konum en ef einkenna verður vart gerist það yfirleitt fyrstu 7-14 dagana eftir smit þó stundum löngu síðar. Algengustu einkennin eru:

konur:

  • Útferð frá leggöngum.
  • Blæðingatruflanir.
  • Sviði við þvaglát.
  • Tíð þvaglát.
  • Verkir í neðanverðum kvið.

karlar:

  • Útferð frá þvagrás.
  • Sviði eða kláði í þvagrás.
  • Sviði við þvaglát.

Verkir og bólga í eistum.13544095223063

(mynd af bakteríunni)

Greining:
Klamydía er oftast greind í þvagi og þá mikilvægt að sýni sé rétt tekið, morgunþvag er ráðlagt bæði hjá konum og körlum og best er að nota fyrsta hluta þvagbununnar til greiningar. Þá má taka strok frá leghálsi kvenna í stað þess að nota þvag . Á göngudeild kynsjúkdóma fást niðurstöður yfirleitt innan tveggja sólarhringa.

Meðferð:
Klamydía er meðhöndluð með sýklalyfjum, oftast nægir að gefa sýklalyf í einum skammti. Mikilvægt er að geta þess að tíma tekur fyrir lyfið að virka og því nauðsynlegt að stunda ekki samfarir í að minnsta kosti viku frá meðferð. Einnig er mikilvægt að meðhöndla samtímis fastan rekkjunaut einstaklings með klamydiusmit og kalla í próf alla rekkjunauta hans síðustu sex mánuðina fyrir greiningu. Ekki talin þörf á því að endurtaka þvagprufu eftir meðferð nema einkenni geri vart við sig á ný.

Fylgikvillar:
Klamydía getur valdið ófrjósemi og við hverja sýkingu aukast líkur á ófrjósemi verulega einnig ef greining eða meðferð dregst. Klamydía getur einnig valdið utanlegsfóstri og sýkingu í augum.

Leave a comment